Fjórir leikir fara fram í útsláttakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta er fyrri umferðin í umspili um sæti í 16-liða úrslitunum.
Bayern tapaði gegn Leverkusen í næst síðustu umferð deildarkeppninnar sem varð til þess að liðið komst ekki beint áfram. Liðið heimsækir Celtic í kvöld.
Þá tapaði Milan óvænt gegn Dinamo Zagreb sem varð til þess að liðið er á þessum stað en ekki með öruggt sæti í 16-liða úrslitunum. Liðið fer til Hollands og mætir Feyenoord.
Club Brugge fær Atalanta í heimsókn og Mónakó og Benfica eigast við.
Leikir dagsins
20:00 Club Brugge - Atalanta
20:00 Feyenoord - Milan
20:00 Celtic - Bayern
20:00 Mónakó - Benfica
Athugasemdir