
„Ég er rosalega ánægður með frammistöðu liðsins, þetta var alveg ótrúlegt," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-1 sigur gegn Svíþjóð í leiknum um bronsið í Algarve-bikarnum.
„Við stjórnuðum leiknum frá A til Ö og þær fengu varla færi. Við vorum að spila við lið sem við vinnum mjög sjaldan. Við komum og pökkuðum þeim saman, ég gæti ekki verið stoltari af því."
„Þessi sigur nærir okkur í dag og örlítið áfram en svo þurfum við að skoða það hvað við þurfum að gera til að verða betri."
„Það er rosalega mikið jákvætt til að taka út úr þessu móti. Við lögðum upp með ákveðin atriði fyrirfram og þau tókust öll. Við erum komin með leikstíl sem við ráðum vel við og þurfum að þróa hann."
Freyr fékk vatnsbað í boði Hallberu Guðnýju Gísladóttur í viðtalinu sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir