Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 12. mars 2014 15:25
Elvar Geir Magnússon
Hallbera hellti vatni yfir Frey - „Pökkuðum þeim saman"
Kvenaboltinn
Það var gleði eftir þennan flotta sigur í dag.
Það var gleði eftir þennan flotta sigur í dag.
Mynd: KSÍ - Hilmar Þór Guðmundsson
„Ég er rosalega ánægður með frammistöðu liðsins, þetta var alveg ótrúlegt," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-1 sigur gegn Svíþjóð í leiknum um bronsið í Algarve-bikarnum.

„Við stjórnuðum leiknum frá A til Ö og þær fengu varla færi. Við vorum að spila við lið sem við vinnum mjög sjaldan. Við komum og pökkuðum þeim saman, ég gæti ekki verið stoltari af því."

„Þessi sigur nærir okkur í dag og örlítið áfram en svo þurfum við að skoða það hvað við þurfum að gera til að verða betri."

„Það er rosalega mikið jákvætt til að taka út úr þessu móti. Við lögðum upp með ákveðin atriði fyrirfram og þau tókust öll. Við erum komin með leikstíl sem við ráðum vel við og þurfum að þróa hann."

Freyr fékk vatnsbað í boði Hallberu Guðnýju Gísladóttur í viðtalinu sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner