banner
   fim 12. mars 2020 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tengja smit Arteta ekki við eiganda Olympiakos
Mynd: Getty Images
Charles Watts, sem fjallar um allt tengt Arsenal fyrir Goal.com, tjáði sig um mál kórónaveirusmit Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Arteta var prófaður og var niðurstaðan jákvæð. Watts segir frá því á Twitter reikningi sínum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann býr yfir þá var Mikel Arteta ekki í neinni nálægð við eiganda Olympiakos, Evangelos Marinakis, sem hafði áður greinst með veiruna þegar Olympiakos mætti Arsenal fyrir tveimur vikum síðan.

Watts segir að greiningin í kvöld sé ekki sögð tengjast komu Marinakis á Emirates leikvanginn en áður voru einhverjir leikmenn Arsenal sendir í sóttkví og því fór leikur Arsenal og Manchester City ekki fram í gærkvöldi.

Enska úrvalsdeildin heldur neyðarfund í fyrramálið og þá verður tekin ákvörðun með framhaldið en einungis hálftíma áður en Arsenal sendi frá sér tilkynningu var greint frá því að úrvalsdeildin færi fram með óbreyttu snið um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner