Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar: Væri lygi að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir
Icelandair
Aron Einar hefur verið fyrirliði landsliðsins í langan tíma.
Aron Einar hefur verið fyrirliði landsliðsins í langan tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði landsliðsins eins og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson greindi frá á fréttamannafundi í dag. Hákon Arnar Haraldsson er varafyrirliði landsliðsins.

Orri tekur við fyrirliðabandinu af Aroni Einari Gunnarssyni sem hefur verið fyrirliði liðsins í meira en áratug og Jóhann Berg Guðmunsson hefur oftast borið bandið í hans fjarveru síðustu ár. Arnar var spurður út í samtölin við reynsluboltana.

„Aron er frábær karakter eins og þið vitið öll og í mínum huga þurfa Aron, Jói og Sverrir, og fleiri af þessum eldri leikmönnum, ekkert fyrirliðabandið í mínum augum til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt," sagði Arnar.

„Núna er kominn tími fyrir þá að gefa af sér, miðla af sér og styðja okkar ungu nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum. Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning, þroska og stuðning. Það var eina sem ég gat beðið um á þeirri stundu þegar ég tilkynnti þeim að það hefði verið ákveðið að fara á nýja braut," bætti þjálfarinn við.
Fréttamannafundur Arnars í heild
Athugasemdir
banner
banner