Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Spenna í Madríd - Kemst Hákon áfram?
Mynd: EPA
16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Það er spenna í Madrídarslagnum en Real Madrid vann fyrri leikinn á Bernabeu. Kylian Mbappe er tæpur fyrir leikinn sem er mikið högg fyrir liðið, nær Atletico að slá granna sína úr leik?

Hákon Arnar Haraldsson var valinn maður leiksins í fyrri leiknum gegn Dortmund en hann skoraði markið í 1-1 jafntefli. Arnar Gunnlaugsson velur sinn fyrsta landsliðshóp í dag og Hákon verður án efa í honum, spurning hvort hann fagni því með því að komast áfram í Meistaradeildinni.

Það er formsatriði fyrir Arsenal að spila gegn PSV í kvöld þar sem liðið rúllaði yfir þá í Hollandi. Þá er Aston Villa í góðri stöðu gegn Club Brugge.

Meistaradeildin
17:45 Lille - Dortmund (1-1)
20:00 Aston Villa - Club Brugge (3-1)
20:00 Atletico Madrid - Real Madrid (1-2)
20:00 Arsenal - PSV (7-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner