Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Vinicius klikkaði á víti og framlenging framundan - Sterling lagði upp tvö
Vinicius klikkaði á víti
Vinicius klikkaði á víti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er framlenging að fara af stað í stórleiknum milli Atletico Madrid og Real Madrid.

Atletico Madrid var 2-1 undir eftir fyrri leikinn en liðið var ekki lengi að jafna metin í einvíginu. Conor Gallagher kom boltanum í netið eftir tæpar þrjátíu sekúndur þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Rodrigo de Paul.

Vinicius Junior vildi fá vítaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik þegar hann vippaði boltanum í hendina á Giuliano Simeone en ekkert dæmt.

Real Madrid var mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum en tækifærin voru hjá Atletico. Fyrsta skot Real á rammann kom eftir hálftíma leik þegar Rodrygo átti skot sem Jan Oblak átti ekki í miklum vandræðum með.

Real Madrid fékk vítaspyrnu þegar Clement Lenglet braut á Kylian Mbappe inn í teignum. Vinicius steig á punktinn en skaut hátt yfir markið.

Angel Correa hefði getað tryggt Atletico sigurinn undir lokin en skaut yfir úr erfiðri stöðu í stað þess að gefa boltann.

Arsenal var komið með níu tær í 8-liða úrslitin eftir 7-1 sigur gegn PSV í Hollandi. Raheem Sterling fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og lagði upp bæði mörk liðsins í jafntefli.

Aston Villa var í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í Belgíu gegn Club Brugge þar sem liðið vann 3-1. Liðið bætti við þremur mörkum í kvöld en Marco Asensio skoraði tvennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Aston Villa mætir PSG í 8-liða úrslitum en Arsenal mætir sigurvegaranum í Madrídarslagnum.

Aston Villa 3 - 0 Club Brugge
1-0 Marco Asensio ('50 )
2-0 Ian Maatsen ('57 )
3-0 Marco Asensio ('61 )
Rautt spjald: Kyriani Sabbe, Club Brugge ('17)

Atletico Madrid 1 - 0 Real Madrid
1-0 Conor Gallagher ('1 )

Arsenal 2 - 2 PSV
1-0 Oleksandr Zinchenko ('6 )
1-1 Ivan Perisic ('18 )
2-1 Declan Rice ('37 )
2-2 Couhaib Driouech ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner