Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 12. apríl 2021 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert stríð milli Raiola og Dortmund
Mynd: Twitter
Mino Raiola, umboðsmaður Erling Braut Haaland, þvertekur fyrir að það sé stríð milli hans og þýska félagsins Borussia Dortmund.

Haaland er einn besti framherji heimsins en hann hefur verið að raða inn mörkum fyrir Dortmund og norska landsliðið.

Hann virðist þó vera kominn á endastöð með Dortmund. Liðið er ekki í toppbaráttu í Þýskalandi og er í erfiðri stöðu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Raiola hefur verið að ræða við stærstu félög Evrópu síðustu vikur.

Haaland var á Spáni á dögunum ásamt Raiola að ræða við Barcelona og Real Madrid en Dortmund hefur þó engan áhuga á að selja Haaland.

Miðlarnir í Þýskalandi hafa greint frá því að Haaland sé með klásúlu í samningnum en hún mun ekki virkjast fyrr en á næsta tímabili og geta félög þá keypt leikmanninn fyrir 67 milljónir punda.

Dortmund neitar að selja hann í sumar og hefur verið skrifað um samband Raiola við stjórn Dortmund en ítalski umboðsmaðurinn segir að það sé ekki stríð á mili þeirra.

„Ég get staðfest að ég var í Dortmund í viðræðum við klúbbinn. Michael Zorc var afar skýr með það að Dortmund vill ekki selja Erling í sumar. Ég virði skoðun hans en það þýðir ekki að ég sé sammála henni," sagði Raiola.

„Þeir voru mjög ákveðnir með þetta og það er allt í lagi. Það er ekkert stríð á milli okkar og Dortmund. Samband okkar við félagið er mjög gott," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner