Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 12. júní 2020 21:46
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli: Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði eitt af mörkum liðsins í öruggum og sannfærandi 5-0 sigri gegn 2. deildarliði Kára í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Kári

„Þetta var ágætis leikur af okkar hálfu. Við vorum eiginlega með þá allan tímann. Í fyrri hálfleik fengum við fullt af færum. Ef við hefðum nýtt þau hefðum við farið sáttari inn í hálfleikinn," sagði Sævar eftir leikinn.

„Við töluðum um það í hálfleik að koma 100% inn í seinni hálfleikinn og klára þá á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks, sem við gerðum. Við sýndum gæðamun."

Káramenn fengu rautt spjald í seinni hálfleik og það var kominn nokkur pirringur í menn.

„Það er óhætt að segja að þeir hafi misst hausinn. Við sjálfir vorum síðan að pirra okkur of mikið á því að þeir misstu hausinn. Við lærum af þessu."

Daníel Finns Matthíasson skoraði þrennu í leiknum ásamt því að eiga stoðsendingu.

„Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta og hann á eftir að vera ógeðslega góður í sumar. Ég er virkilega spenntur fyrir sumrinu, það eru mörg góð lið og deildin er miklu sterkari en í fyrra. Við höfum æft hörkuvel og hópurinn er þéttur. Ég get ekki beðið," segir Sævar Atli.

Sjá má viðtalið við hann í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um óskamótherja í næstu umferð bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner