Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 12. júní 2020 21:46
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli: Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði eitt af mörkum liðsins í öruggum og sannfærandi 5-0 sigri gegn 2. deildarliði Kára í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Kári

„Þetta var ágætis leikur af okkar hálfu. Við vorum eiginlega með þá allan tímann. Í fyrri hálfleik fengum við fullt af færum. Ef við hefðum nýtt þau hefðum við farið sáttari inn í hálfleikinn," sagði Sævar eftir leikinn.

„Við töluðum um það í hálfleik að koma 100% inn í seinni hálfleikinn og klára þá á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks, sem við gerðum. Við sýndum gæðamun."

Káramenn fengu rautt spjald í seinni hálfleik og það var kominn nokkur pirringur í menn.

„Það er óhætt að segja að þeir hafi misst hausinn. Við sjálfir vorum síðan að pirra okkur of mikið á því að þeir misstu hausinn. Við lærum af þessu."

Daníel Finns Matthíasson skoraði þrennu í leiknum ásamt því að eiga stoðsendingu.

„Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta og hann á eftir að vera ógeðslega góður í sumar. Ég er virkilega spenntur fyrir sumrinu, það eru mörg góð lið og deildin er miklu sterkari en í fyrra. Við höfum æft hörkuvel og hópurinn er þéttur. Ég get ekki beðið," segir Sævar Atli.

Sjá má viðtalið við hann í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um óskamótherja í næstu umferð bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner