Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fös 12. júní 2020 21:46
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli: Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði eitt af mörkum liðsins í öruggum og sannfærandi 5-0 sigri gegn 2. deildarliði Kára í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Kári

„Þetta var ágætis leikur af okkar hálfu. Við vorum eiginlega með þá allan tímann. Í fyrri hálfleik fengum við fullt af færum. Ef við hefðum nýtt þau hefðum við farið sáttari inn í hálfleikinn," sagði Sævar eftir leikinn.

„Við töluðum um það í hálfleik að koma 100% inn í seinni hálfleikinn og klára þá á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks, sem við gerðum. Við sýndum gæðamun."

Káramenn fengu rautt spjald í seinni hálfleik og það var kominn nokkur pirringur í menn.

„Það er óhætt að segja að þeir hafi misst hausinn. Við sjálfir vorum síðan að pirra okkur of mikið á því að þeir misstu hausinn. Við lærum af þessu."

Daníel Finns Matthíasson skoraði þrennu í leiknum ásamt því að eiga stoðsendingu.

„Danni Finns er ógeðslega góður í fótbolta og hann á eftir að vera ógeðslega góður í sumar. Ég er virkilega spenntur fyrir sumrinu, það eru mörg góð lið og deildin er miklu sterkari en í fyrra. Við höfum æft hörkuvel og hópurinn er þéttur. Ég get ekki beðið," segir Sævar Atli.

Sjá má viðtalið við hann í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um óskamótherja í næstu umferð bikarsins.
Athugasemdir
banner