Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 12. júní 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Róbert Frosti Þorkelsson var hetja Stjörnumanna þegar þeir unnu dramatískan sigur á Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Það var gott að klára þetta. Þetta var erfiður leikur, erfitt gras. Andstæðingurinn var góður, þéttir og skipulagðir. Það var geðveikt að ná að klára þetta svona," sagði Róbert Frosti.

Liðinu tókst varla að brjóta sterkan varnarmúr Þórs í kvöld.

„Við ætluðum að fara í fleiri fyrirgjafir. Svo ætluðum við í löngu boltana en það gekk ekkert rosalega vel en það er allt í lagi," sagði Róbert Frosti.

Róbert skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.

„Þetta var kannski ekki fallegasta markið en mark skiptir máli. Örvar Eggerts kom með mjög lélega fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér og ég stend þarna einn og pota honum inn. Ég hélt ég hefði klúðrað færinu, hjartað mitt stoppaði en hann söng inni, það er það sem skiptir máli," sagði Róbert Frosti.


Athugasemdir