Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mið 12. júní 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá næstleikjahæsti og sá markahæsti framlengja við Njarðvík
Lengjudeildin
Arnar Helgi.
Arnar Helgi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliðinn Kenneth Hogg.
Fyrirliðinn Kenneth Hogg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tilkynnti í dag að Arnar Helgi Magnússon væri búinn að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2026.

Arnar varð á dögunum næst leikjahæsti Njaðrvíkingur sögunnar. Hann er búinn að spila 222 leiki fyrir félagið og hefur í þeim skorað sextán mörk.

„Arnar er frábær liðsmaður og félagsmaður sem hefur leikið hinar ýmsu stöður fyrir félagið frá því hann kom til okkar fyrst árið 2016, og nú síðast myndað frábært hafsentapar með Sigurjóni Má í upphafi leiktíðar þar sem Arnar hefur spilað hverja einustu mínútu tímabilsins," segir í tilkynningu Njarðvíkingur.

Arnar Helgi er uppalinn í FH en skipti yfir í Njarðvík fyrir tímabilið 2016. Hann verður 28 ára í september.

Njarðvík tilkynnti í gær að fyrirliðinn, Kenneth Hogg, væri búinn að framlengja sinn samning. Hogg er nú samningsbundinn til ársins 2026. Hogg er33 ára Skoti sem getur bæði spilað á miðjunni og í fremstu línu. Hann kom fyrst til Íslands árið 2016 og um mitt sumar 2017 gekk hann í raðir Njarðvíkur og hefur verið þar síðan.

„Kenny hefur svo sannarlega verið dyggur þjónn fyrir Njarðvíkurliðið allt frá árinu 2017, eða síðan hann kom gekk til liðs við okkur frá Tindastól þar sem hann lék í 1 og hálfa leiktíð."

„Kenny hefur leikið í heildina 189 meistaraflokksleiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim 74 mörk sem gerir hann af áttunda leikjahæsta Njarðvíking sögunnar, og jafn markahæsta leikmann í sögu Knattspyrnudeildarinnar, en hann jafnaði met Sævars Eyjólfssonar í síðasta leik gegn Fjölnir."

„Þess að auki ber Kenny í dag fyrirliðaband Njarðvíkur og er mikilvægur leikmaður innan sem utan vallar í félaginu,"
segir í tilkynningu Njarðvíkur.

Njarðvík er í 2. sæti Lengjudeildarinnar sem stendur og næsti leikur liðsins er gegn ÍR á heimavelli á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner