Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotmark margra stórliða fer ekki á minna en 50 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Georgiy Sudakov, sem var einn besti maður vallarins þegar Úkraína sló út Ísland í umspilinu fyrir EM í mars, er skotmark margra stórliða í Evrópu.

Hann er 21 árs skapandi miðjumaður og hefur t.a.m. verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Arsenal. Hann skoraði tíu mörk í öllum keppnum fyrir Shakhtar á liðinni leiktíð og undirbýr sig nú fyrir EM.

„Ef hann spilar vel á EM, þá er hann klárlega á förum," sagði Serhiy Palkin við Telegraph. Palkin er framkvæmdastjóri Shakhtar.

„Þó að við lítum framhjá EM þá munu mörg félög vilja fá hann. Ef þú horfir á leikstöðuna hans þá eru kannski fimm leikmenn í heiminum á sama getustigi."

„Síðasta tilboð var frá Napoli og það hljóðaði upp á 40 milljónir evra plús bónusgreiðslur. Við höfnuðum því. Við munum klárlega ekki selja hann fyrir minna en 50 milljónir evra. Fyrir mig er erfitt að segja hvað félag bankar næst, en það mun klárlega eitthvað félag banka,"
sagði Palkin.

Slúðrað hefur verið um að Sudakov kosti mögulega yfir 70 milljónir evra svo það verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef eitthvað félag býður 50 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner