„Ég er hundfúll fyrir hönd strákanna en svona er fótboltinn, ef þú færð á þig tvö og skorar bara eitt þá taparu," sagði Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis F. eftir 2-1 tap gegn Leikni R. í kvöld.
Gestirnir úr Fáskrúðsfirði náðu að jafna í síðari hálfleik en Kolbeinn Kárason skoraði sigurmarkið undir lokin. Einhverjir hjá gestunum vildu fá víti undir lokin
Gestirnir úr Fáskrúðsfirði náðu að jafna í síðari hálfleik en Kolbeinn Kárason skoraði sigurmarkið undir lokin. Einhverjir hjá gestunum vildu fá víti undir lokin
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Leiknir F.
„Maður er drullufúll og vill fá stig, maður lifir sig inn í þetta. Maður öskrar og æpir í lokin til að vonast til að fá eitthvað en maður fær ekkert með því,"
Leiknir F. er með sex stig eftir tíu leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti.
„Það er einn leikur eftir í fyrri umferðinni, ef við töpum honum og erum með sex stig eftir fyrri umferðina, er það engan vegin ástættanlegt."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















