Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Lazio rifust inn í klefa eftir tapið gegn Sassuolo
Francesco Acerbi var brjálaður inn í klefa
Francesco Acerbi var brjálaður inn í klefa
Mynd: Getty Images
Það gekk mikið á í búningsklefanum hjá Lazio eftir 2-1 tap liðsins gegn Sassuolo í gær en þetta var þriðji tap liðsins í röð og er liðið svo gott sem úr titilbaráttunni.

Lazio er nú átta stigum á eftir Juventus þegar sex leikir eru eftir af deildinni en liðið hefur verið að glíma við mikið af meiðslum.

Francesco Caputo skoraði sigurmark Sassuolo undir lok leiks og braust út rifrildi í búningsklefanum hjá Lazio eftir leikinn.

Francesco Acerbi, varnarmaður Lazio, hraunaði yfir Ivo Pulcini, aðallækni liðsins og kenndi honum um úrslitin. Þá rifust leikmenn og sökuðu hvorn annan um að leggja ekki allt í leikinn.

Lazio er svo gott sem búið að tryggja Meistaradeildarsæti en leikmennirnir vildu meira og ljóst að Juventus þarf að gera röð af mistökum til að klúðra forystunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner