Veggmynd af sóknarmanninum Marcus Rashford var eyðilögð í Manchester í gærkvöldi eftir að England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM.
Krotað var yfir umrædda mynd en hún var gerð til að heiðra Rashford fyrir baráttu hans svo fátæk börn fái máltíðir í skólanum.
Rashford klúðraði sínu víti í vítakeppninni og hefur fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, líkt og þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka sem einnig klúðruðu sínum vítum.
Þeir hafa meðal annars orðið fyrir kynþáttaníð.
Krotað var yfir umrædda mynd en hún var gerð til að heiðra Rashford fyrir baráttu hans svo fátæk börn fái máltíðir í skólanum.
Rashford klúðraði sínu víti í vítakeppninni og hefur fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, líkt og þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka sem einnig klúðruðu sínum vítum.
Þeir hafa meðal annars orðið fyrir kynþáttaníð.
Ráðgert er að fá listamanninn sem gerði myndina til að laga hana.
Boris Johnson forsætisráðherra hefur fordæmt hegðun fólks í garð leikmannana þriggja.
Sjá einnig:
Kynþáttafordómar í garð Saka, Sancho og Rashford
Booing and racially abusing the fine young men that play for our country and have given us so much pleasure and joy over the last month is not being an @england fan. That goes for the pathetic fighting at the ground too. It’s a minority but it’s a loud one and it’s embarrassing.
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) July 12, 2021
Athugasemdir