Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 12. júlí 2021 11:18
Elvar Geir Magnússon
Mynd af Rashford eyðilögð
Veggmynd af sóknarmanninum Marcus Rashford var eyðilögð í Manchester í gærkvöldi eftir að England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM.

Krotað var yfir umrædda mynd en hún var gerð til að heiðra Rashford fyrir baráttu hans svo fátæk börn fái máltíðir í skólanum.

Rashford klúðraði sínu víti í vítakeppninni og hefur fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, líkt og þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka sem einnig klúðruðu sínum vítum.

Þeir hafa meðal annars orðið fyrir kynþáttaníð.

Ráðgert er að fá listamanninn sem gerði myndina til að laga hana.

Boris Johnson forsætisráðherra hefur fordæmt hegðun fólks í garð leikmannana þriggja.

Sjá einnig:
Kynþáttafordómar í garð Saka, Sancho og Rashford


Athugasemdir
banner