Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. júlí 2021 23:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Þeir hafa heilmargt að sanna þessir gæjar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, vonast til þess að sterkir karakter myndist í því mótlæti sem liðið er í þessa stundina.

„Það gengur ekkert upp hjá okkur sem er svekkjandi, við erum í miklu mótlæti en í mótlæti stíga sterkir karakterar upp og mótast í mótlæti," sagði Jói Kalli við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport & Vísi eftir leikinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 ÍA

Gengi Skagamanna var mikið til umræðu í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Þeir Atli Viðar Björnsson og Máni Pétursson voru sérfræðingar og Stefán Árni Pálsson stýrði umræðunni.

Sjá einnig:
Á botninum með sex stig - „Engan veginn nógu gott lið"

„Kannski er ákveðið frelsandi að vera kominn í þessa stöðu, vera með allt niðrum sig og geta bara spyrnt sér frá botninum. Þeir hafa engu að tapa og þurfa að fara 'all-in' í alla leiki og þurfa að fara í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig, að ná í (eitt) stig gerir ekki nokkurn skapaðan hlut," sagði Máni Pétursson.

Stefán Árni velti fyrir sér hvort það væri kominn minni pressa núna á Skagamenn þar sem hann telur að mjög margir hafi dæmt liðið niður eftir kvöldið í kvöld.

„Ég er ekki svo viss um að það sé komin minni pressa á þá. Þeir hafa heilmargt að sanna þessir gæjar og hvort sem staða liðsins er orðin svört eða ekki þá þurfa þeir að bera höfuðið á herðunum og fara út úr þessu með stolti. Þeir eru að gera ódýr mistök, einbeitingarleysis mistök í bæði varnar- og sóknarleik. Þá er ástandið ekki gott," sagði Atli Viðar.

„Það eina sem getur unnið með þeim er að þeir fari bara í 'fokk-it mode', ég held að það sé alltaf gott að gera það og Skagamenn eiga að geta gert það. Ég verð eiginlega að gefa Jóa Kalla það að mér finnst liðið hans alltaf mæta með ákveðið spirit, það er alltaf vilji í liðinu. Það hefur kannski verið ákveðinn skortur á getu leikmanni, með allri virðingu fyrir því," sagði Máni.

„Við sjáum Skagann alltaf með plan. Í kvöld ætluðu þeir að fara aftur fyrir bakverðina þeirra en svo vantaði bara gæðin á lokamómentinu til að klára. Það var fullt af fínum fyrirgjöfum sem komu inn í teiginn en þá var enginn nálægt til að klára. Í seinni hálfleik, þegar þeir voru loksins komnir inn í teiginn, þá voru gæðin alltof lítil, boltinn að þvælast milli lappana þeirra," sagði Atli Viðar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner