Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 12. júlí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Icelandair
Sveindís eftir leikinn.
Sveindís eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er klikkað, akkúrat eins og við plönuðum þetta. Að vinna Þýskaland 3-0 er risastórt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís átti stórleik þar sem hún skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Stóra málið er að við erum komnar á EM og við ætlum að fagna því vel í kvöld."

„Við vorum með yfirhöndina í öllu, baráttunni. Við vildum þetta meira en þær. Ég held að þær hafi komið slakar inn í þetta þar sem þær voru komnar á EM en við settum bara extra púður í þetta. Við áttum þetta fyllilega skilið."

Það var gríðarlega mikil stemning á vellinum og stelpurnar á Símamótinu skemmtu sér vel að sjá fyrirmyndirnar sínar. Sveindís er augljóslega ótrúlega vinsæl hjá ungu kynslóðinni og er hún gríðarleg fyrirmynd.

„Ég vona að fólk sjái að þetta skiptir máli. Í alvörunni talað. Að fá svona marga á völlinn skiptir svo miklu máli. Ef við fáum svona góðan stuðning þá gefur það okkur auka kraft. Ég vona að fólk haldi áfram að koma á völlinn og vonandi verður bara Símamót alltaf þegar við spilum og þá koma svona margir."

„Mér finnst það mjög gaman," sagði Sveindís aðspurð að því hvernig það er að vera svona mikil fyrirmynd. „Það er gott að ég geti gefið þessum ungu stelpum eitthvað. Ég vona að þær haldi áfram að æfa sig því einn daginn taka þær við af okkur. Ég hlakka til að fá að spila með þeim vonandi. Einn daginn verða þær á vellinum og þá verð ég líka í stúkunni að styðja þær áfram."

Sveindís er á leið inn á sitt annað Evrópumót með Íslandi. „Það er geðveikt. Ég er ótrúlega spennt og ég veit að við ætlum að gera betur en síðast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner