Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 12. júlí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Icelandair
Sveindís eftir leikinn.
Sveindís eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er klikkað, akkúrat eins og við plönuðum þetta. Að vinna Þýskaland 3-0 er risastórt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís átti stórleik þar sem hún skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Stóra málið er að við erum komnar á EM og við ætlum að fagna því vel í kvöld."

„Við vorum með yfirhöndina í öllu, baráttunni. Við vildum þetta meira en þær. Ég held að þær hafi komið slakar inn í þetta þar sem þær voru komnar á EM en við settum bara extra púður í þetta. Við áttum þetta fyllilega skilið."

Það var gríðarlega mikil stemning á vellinum og stelpurnar á Símamótinu skemmtu sér vel að sjá fyrirmyndirnar sínar. Sveindís er augljóslega ótrúlega vinsæl hjá ungu kynslóðinni og er hún gríðarleg fyrirmynd.

„Ég vona að fólk sjái að þetta skiptir máli. Í alvörunni talað. Að fá svona marga á völlinn skiptir svo miklu máli. Ef við fáum svona góðan stuðning þá gefur það okkur auka kraft. Ég vona að fólk haldi áfram að koma á völlinn og vonandi verður bara Símamót alltaf þegar við spilum og þá koma svona margir."

„Mér finnst það mjög gaman," sagði Sveindís aðspurð að því hvernig það er að vera svona mikil fyrirmynd. „Það er gott að ég geti gefið þessum ungu stelpum eitthvað. Ég vona að þær haldi áfram að æfa sig því einn daginn taka þær við af okkur. Ég hlakka til að fá að spila með þeim vonandi. Einn daginn verða þær á vellinum og þá verð ég líka í stúkunni að styðja þær áfram."

Sveindís er á leið inn á sitt annað Evrópumót með Íslandi. „Það er geðveikt. Ég er ótrúlega spennt og ég veit að við ætlum að gera betur en síðast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner