Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 12. júlí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Icelandair
Sveindís eftir leikinn.
Sveindís eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er klikkað, akkúrat eins og við plönuðum þetta. Að vinna Þýskaland 3-0 er risastórt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís átti stórleik þar sem hún skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Stóra málið er að við erum komnar á EM og við ætlum að fagna því vel í kvöld."

„Við vorum með yfirhöndina í öllu, baráttunni. Við vildum þetta meira en þær. Ég held að þær hafi komið slakar inn í þetta þar sem þær voru komnar á EM en við settum bara extra púður í þetta. Við áttum þetta fyllilega skilið."

Það var gríðarlega mikil stemning á vellinum og stelpurnar á Símamótinu skemmtu sér vel að sjá fyrirmyndirnar sínar. Sveindís er augljóslega ótrúlega vinsæl hjá ungu kynslóðinni og er hún gríðarleg fyrirmynd.

„Ég vona að fólk sjái að þetta skiptir máli. Í alvörunni talað. Að fá svona marga á völlinn skiptir svo miklu máli. Ef við fáum svona góðan stuðning þá gefur það okkur auka kraft. Ég vona að fólk haldi áfram að koma á völlinn og vonandi verður bara Símamót alltaf þegar við spilum og þá koma svona margir."

„Mér finnst það mjög gaman," sagði Sveindís aðspurð að því hvernig það er að vera svona mikil fyrirmynd. „Það er gott að ég geti gefið þessum ungu stelpum eitthvað. Ég vona að þær haldi áfram að æfa sig því einn daginn taka þær við af okkur. Ég hlakka til að fá að spila með þeim vonandi. Einn daginn verða þær á vellinum og þá verð ég líka í stúkunni að styðja þær áfram."

Sveindís er á leið inn á sitt annað Evrópumót með Íslandi. „Það er geðveikt. Ég er ótrúlega spennt og ég veit að við ætlum að gera betur en síðast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner