Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 12. júlí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Icelandair
Sveindís eftir leikinn.
Sveindís eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er klikkað, akkúrat eins og við plönuðum þetta. Að vinna Þýskaland 3-0 er risastórt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís átti stórleik þar sem hún skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Stóra málið er að við erum komnar á EM og við ætlum að fagna því vel í kvöld."

„Við vorum með yfirhöndina í öllu, baráttunni. Við vildum þetta meira en þær. Ég held að þær hafi komið slakar inn í þetta þar sem þær voru komnar á EM en við settum bara extra púður í þetta. Við áttum þetta fyllilega skilið."

Það var gríðarlega mikil stemning á vellinum og stelpurnar á Símamótinu skemmtu sér vel að sjá fyrirmyndirnar sínar. Sveindís er augljóslega ótrúlega vinsæl hjá ungu kynslóðinni og er hún gríðarleg fyrirmynd.

„Ég vona að fólk sjái að þetta skiptir máli. Í alvörunni talað. Að fá svona marga á völlinn skiptir svo miklu máli. Ef við fáum svona góðan stuðning þá gefur það okkur auka kraft. Ég vona að fólk haldi áfram að koma á völlinn og vonandi verður bara Símamót alltaf þegar við spilum og þá koma svona margir."

„Mér finnst það mjög gaman," sagði Sveindís aðspurð að því hvernig það er að vera svona mikil fyrirmynd. „Það er gott að ég geti gefið þessum ungu stelpum eitthvað. Ég vona að þær haldi áfram að æfa sig því einn daginn taka þær við af okkur. Ég hlakka til að fá að spila með þeim vonandi. Einn daginn verða þær á vellinum og þá verð ég líka í stúkunni að styðja þær áfram."

Sveindís er á leið inn á sitt annað Evrópumót með Íslandi. „Það er geðveikt. Ég er ótrúlega spennt og ég veit að við ætlum að gera betur en síðast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner