mið 12. ágúst 2020 14:08
Magnús Már Einarsson
Andstæðingar Víkings mjög ósáttir við frestun á mótinu
Víkingur fer til Slóveníu síðar í mánuðinum.
Víkingur fer til Slóveníu síðar í mánuðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slóvensku stórliðin Maribor og Olimpija Ljubjlana sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir mikilli óánægju með að slóvensku úrvalsdeildinni hafi verið frestað til 22. ágúst næstkomandi.

Þrír leikmenn Olimpija greindust með kórónaveiruna í gær og allur leikmannahópur liðsins er kominn í sóttkví.

Olimpija á að mæta Víkingi R. í Evrópudeildinni þann 27. ágúst en félagið er afar ósátt við að deildarkeppninni í Slóveníu hafi verið frestað til að fá ekki undirbúning fyrir þann leik.

Leikmenn í Slóveníu fara reglulega í próf vegna kórónaveirunnar og í yfirlýsingu sinni í dag segja Maribor og Olimpija að spila eigi leiki í deildinni svo framarlega sem lið séu með 14 fríska leikmenn í leikmannahópi sínum.

Eins vilja þau að leikmenn þurfi ekki að fara í sóttkví í langan tíma vegna smita þar sem að þeir séu reglulega sendir í próf vegna veirunnar.

„Kórónaveiran er hluti af daglegu lífi okkar, fótboltanum og lífinu sjálfu. Það eiga áfram eftir að koma upp smit í framtíðinni og við þurfum að finna betri lausn," segir meðal annars í yfirlýsingu félaganna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner