mið 12. ágúst 2020 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Mín Skoðun 
Arnar um Atla Hrafn: Stundum gerist það að menn leita á önnur mið
Atli er genginn í raðir Breiðabliks.
Atli er genginn í raðir Breiðabliks.
Mynd: Breiðablik
Arnar væri alveg til í að stækka leikmannahópinn.
Arnar væri alveg til í að stækka leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í símaviðtali í þættinum Mín skoðun sem er í umsjón Valtýs Björns Valtýssonar. Arnar ræddi þar annars vegar um Adam Ægi Pálsson, sem gekk í raðir Víkings í gær og hins vegar um Atla Hrafn Andrason sem Breiðablik keytpi af Víkingi í gær. Fyrst var rætt um Adam en svo tjáði Arnar sig um Atla.

„Svo fór Atli Hrafn til Breiðabliks. Við getum orðað það þannig að vinstri sóknarmaður kom inn fyrir vinstri sóknarmann."

Valtýr spurði Arnar hvort að Atli Hrafn hefði viljað fara eða hvort rætt hefði verið við hann um að nýr leikmaður væri að koma inn.

„Nei nei, þetta eiginlega gerðist bara og mjög hratt. Atli var hjá okkur í hátt í þriðja ár og stóð sig vel. Stundum gerist það í fótbolta að menn leita á önnur mið og það er frábært bara. Við óskum honum góðs gengis. Hann kemur frá okkur og fer í annað mjög sterkt lið, það er mjög flott fyrir hann."

Þunnskipaður leikmannahópur
Valtýr spurði svo Arnar hvort að hann ætlaði að fá sér fleiri leikmenn og hvort einhverjir væru á útleið.

„Ég á nú ekki von á að einhver fari, maður veit aldrei. Það gæti vel verið að einhver banki á dyrnar og segist vilja fara og þá er það bara flott."

„Okkur langar að fá inn fleiri leikmenn, hópurinn er ansi þunnskipaður núna það er ekkert launungarmál. Svo koma meiðsi ofan á það og sem þjálfari viltu vera eigingjarn og hafa úr sem mestu að moða. Svo erum við með leikmenn sem lið erlendis gætu viljað fá og þá verður að skoða það."

„Maður getur samt ekki alltaf keypt og keypt leikmenn. Það verður líka að nota þann hóp sem er í boði."

Athugasemdir
banner
banner
banner