Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 12. ágúst 2022 07:35
Fótbolti.net
Frídeildin: Fyrsta Tuborg léttöl mótið í Fantasy hefst um helgina
Mynd: Frídeildin

Mótasería Tuborgs léttöls í Fantasy Premier League í samstarfi við Frídeildina fer af stað um helgina þegar leikvika 2 verður leikin. Mótafyrirkomulagið er þeim hætti að fyrsta mótið verður spilað frá leikviku 2 til og með leikviku 7. Eftir að mótinu lýkur fer af stað nýtt sex leikvikna mót og þannig koll af kolli út leiktímabilið.

Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir efstu þrjá spilara hverju sinni í formi fljótandi veiga frá Ölgerðinni og Tuborg léttöl.


Það er aldrei of seint að skrá sig til leiks á Frídeildin.is. Sífellt eru að fara af stað ný hraðmót svo ávallt er til mikils að vinna en í fyrstu leikviku fóru af stað mót hjá Símanum Sport og bakhjörlum enska boltans og Bónus.

Séu lesendur í vandræðum með liðsuppstillingu fyrir komandi leikviku er tilvalið að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Frídeildarinnar sem rýnir í spilin fyrir helgina. Þáttinn má einnig finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

SKRÁ SIG HÉR


Athugasemdir
banner
banner