Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 12. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae um að fara upp um deild: Aldrei að segja aldrei
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Luke Rae leikmaður Gróttu var mjög sáttur eftir að liðið hans vann 4-2 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Þetta er frábært, að koma til baka eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik, svo jöfnum við og lendum aftur undir 2-1. Það er virkilega erfitt að koma til baka í slíkum leikjum en miðið við vinnuna sem strákarnir leggja undir sig á æfingum þá kemur það mér ekki á óvart að við komum til baka í þessum leik."

Afturelding var yfir tvisvar í leiknum og Grótta jafnar leikinn ekki í 2-2 fyrr en 5 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Hvernig gerðist það þá að Grótta vann 4-2?

„Gott hugarástand. Mér fannst við vera með gott hugarástand í fyrri hálfleik en eins og þú sagðir þá fengu Afturelding kafla þar sem þeir voru mjög sterkir og héldu vel í boltan en þegar varamennirnir komu inn á þá birti svolítið til í leiknum. Mér fannst þeir koma með þennan auka neista í leikinn sem gerði okkur kleift að sigra leikinn.

Luke Rae skoraði 2 mörk í kvöld og lagði upp 1 mark. Hann hefur þá skorað 5 mörk á tímabilinu og átt gott tímabil fyrir Gróttu.

„Auðvitað er ég mjög ánægður með tímabilið. Ég er bara kominn með 5 mörk sem ég er frekar svekktur með, mér finnst eins og það hafa verið nokkrir leikir þar sem ég hefði getað farið betur með færin eins og ég gerði í dag en allt í allt þá er ég ánægður en aldrei fullsáttur með það."

Grótta á lítinn sem engan möguleika á að falla og það er enn töluvert langt í toppsætin, hvað eru þá markmið Gróttu fyrir restina af tímabilinu?

„Við horfum til næsta leiks, við horfum til næstu æfingu. Maður getur horft á heildarsviðið og sagt að við viljum fara upp um deild og að við viljum vinna alla leiki en aðal einbeitingin okkar er á næstu æfingu til að undirbúa okkur fyrir næsta leik."

En telur Luke það vera raunhæfur möguleiki að Grótta fari upp um deild?

„Auðvitað, aldrei að segja aldrei."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner