Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   fös 12. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae um að fara upp um deild: Aldrei að segja aldrei
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Luke Rae leikmaður Gróttu var mjög sáttur eftir að liðið hans vann 4-2 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Þetta er frábært, að koma til baka eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik, svo jöfnum við og lendum aftur undir 2-1. Það er virkilega erfitt að koma til baka í slíkum leikjum en miðið við vinnuna sem strákarnir leggja undir sig á æfingum þá kemur það mér ekki á óvart að við komum til baka í þessum leik."

Afturelding var yfir tvisvar í leiknum og Grótta jafnar leikinn ekki í 2-2 fyrr en 5 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Hvernig gerðist það þá að Grótta vann 4-2?

„Gott hugarástand. Mér fannst við vera með gott hugarástand í fyrri hálfleik en eins og þú sagðir þá fengu Afturelding kafla þar sem þeir voru mjög sterkir og héldu vel í boltan en þegar varamennirnir komu inn á þá birti svolítið til í leiknum. Mér fannst þeir koma með þennan auka neista í leikinn sem gerði okkur kleift að sigra leikinn.

Luke Rae skoraði 2 mörk í kvöld og lagði upp 1 mark. Hann hefur þá skorað 5 mörk á tímabilinu og átt gott tímabil fyrir Gróttu.

„Auðvitað er ég mjög ánægður með tímabilið. Ég er bara kominn með 5 mörk sem ég er frekar svekktur með, mér finnst eins og það hafa verið nokkrir leikir þar sem ég hefði getað farið betur með færin eins og ég gerði í dag en allt í allt þá er ég ánægður en aldrei fullsáttur með það."

Grótta á lítinn sem engan möguleika á að falla og það er enn töluvert langt í toppsætin, hvað eru þá markmið Gróttu fyrir restina af tímabilinu?

„Við horfum til næsta leiks, við horfum til næstu æfingu. Maður getur horft á heildarsviðið og sagt að við viljum fara upp um deild og að við viljum vinna alla leiki en aðal einbeitingin okkar er á næstu æfingu til að undirbúa okkur fyrir næsta leik."

En telur Luke það vera raunhæfur möguleiki að Grótta fari upp um deild?

„Auðvitað, aldrei að segja aldrei."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner