Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 12. ágúst 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Luke Rae um að fara upp um deild: Aldrei að segja aldrei
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Luke Rae leikmaður Gróttu var mjög sáttur eftir að liðið hans vann 4-2 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Þetta er frábært, að koma til baka eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik, svo jöfnum við og lendum aftur undir 2-1. Það er virkilega erfitt að koma til baka í slíkum leikjum en miðið við vinnuna sem strákarnir leggja undir sig á æfingum þá kemur það mér ekki á óvart að við komum til baka í þessum leik."

Afturelding var yfir tvisvar í leiknum og Grótta jafnar leikinn ekki í 2-2 fyrr en 5 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Hvernig gerðist það þá að Grótta vann 4-2?

„Gott hugarástand. Mér fannst við vera með gott hugarástand í fyrri hálfleik en eins og þú sagðir þá fengu Afturelding kafla þar sem þeir voru mjög sterkir og héldu vel í boltan en þegar varamennirnir komu inn á þá birti svolítið til í leiknum. Mér fannst þeir koma með þennan auka neista í leikinn sem gerði okkur kleift að sigra leikinn.

Luke Rae skoraði 2 mörk í kvöld og lagði upp 1 mark. Hann hefur þá skorað 5 mörk á tímabilinu og átt gott tímabil fyrir Gróttu.

„Auðvitað er ég mjög ánægður með tímabilið. Ég er bara kominn með 5 mörk sem ég er frekar svekktur með, mér finnst eins og það hafa verið nokkrir leikir þar sem ég hefði getað farið betur með færin eins og ég gerði í dag en allt í allt þá er ég ánægður en aldrei fullsáttur með það."

Grótta á lítinn sem engan möguleika á að falla og það er enn töluvert langt í toppsætin, hvað eru þá markmið Gróttu fyrir restina af tímabilinu?

„Við horfum til næsta leiks, við horfum til næstu æfingu. Maður getur horft á heildarsviðið og sagt að við viljum fara upp um deild og að við viljum vinna alla leiki en aðal einbeitingin okkar er á næstu æfingu til að undirbúa okkur fyrir næsta leik."

En telur Luke það vera raunhæfur möguleiki að Grótta fari upp um deild?

„Auðvitað, aldrei að segja aldrei."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner