Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool íhugar að kaupa Mamardashvili og lána strax út
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Liverpool sé að íhuga að kaupa georgíska landsliðsmarkvörðinn Giorgi Mamardashvili frá Valencia í sumar.

Mamardashvili kostar um 30 milljónir evra og myndi Liverpool lána hann strax út.

Markvörðurinn sjálfur er sagður vera gríðarlega spenntur fyrir skiptunum en hann vill þó ekki sitja á bekknum hjá Liverpool.

Alisson Becker er aðalmarkvörður félagsins. Hann er 31 árs gamall og er með þrjú ár eftir af samningi við Liverpool.

Mamardashvili er 23 ára gamall og skein skært með georgíska landsliðinu á EM í sumar eftir að hafa staðið sig mjög vel á milli stanga Valencia á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner