Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. september 2020 15:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moss notaði skjáinn - Breytti rauðu spjaldi í gult
Jon Moss.
Jon Moss.
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir leikur Crystal Palace og Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Snemma í seinni hálfleiknum veifaði Jon Moss, dómari leiksins, rauða spjaldinu. Kyle Walker-Peters var rekinn af velli fyrir að fara hátt með fótinn í baráttu við Tyrick Mitchell.

Moss fór hins vegar að VAR-skjánum og skoðaði atvikið aftur. Eftir að hafa gert það breytti hann dómnum í gult spjald, sem var rétt. Rautt spjald hefði verið ansi harður dómur.

Notkun á VAR fékk mikla gagnrýni á Englandi í fyrra þar sem dómarar fóru eiginlega aldrei að skjánum. Það virkaði mjög vel núna og tók ekki langan tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner