Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. september 2020 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Viking sigraði í átta marka leik - Kristófer kom við sögu í sigri
Viking hefur unnið þrjá leiki í röð með Axel Óskar í hjarta varnarinnar. Gegn Stromsgodset, Molde og núna Kristiansund.
Viking hefur unnið þrjá leiki í röð með Axel Óskar í hjarta varnarinnar. Gegn Stromsgodset, Molde og núna Kristiansund.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Viking sem fékk þrjú mörk á sig í mögnuðum átta marka leik gegn Kristiansund.

Staðan var jöfn 1-1 þar til á 60. mínútu en Veton Berisha var allt í öllu í liði Viking þar sem hann skoraði tvö og lagði tvö upp.

Þetta var þriðji sigur Viking í röð og er liðið komið sjö stigum frá fallsvæðinu. Kristiansund gat tekið fjórða sætið af Rosenborg með sigri.

Kristiansund 3 - 5 Viking
0-1 Veton Berisha ('4)
1-1 A. Pellegrino ('39)
1-2 Veton Berisha ('61)
1-3 Z. Bytyqi ('69)
1-4 Z. Bytyqi ('72)
2-4 B. Bye ('75)
3-4 A. Pellegrino ('80)
3-5 Y. Ibrahimaj ('86)

Í hollensku B-deildinni fékk Kristófer Ingi Kristinsson að spila síðustu mínúturnar í öruggum sigri Jong PSV gegn Jong AZ Alkmaar.

Birkir Valur Jónsson kom þá ekki við sögu er Trnava tapaði fyrir Slovan Bratislava í slóvakísku deildinni. Þetta var þriðja tap Trnava í röð og er liðið með sjö stig eftir sex umferðir.

Ari Freyr Skúlason var þá ekki í hópi Oostende sem lagði KV Mechelen að velli í Belgíu. Þetta var fyrsti sigur Oostende á tímabilinu og er liðið með fimm stig eftir fimm umferðir.

Jong AZ 1 - 4 Jong PSV

Slovan Bratislava 2 - 0 Trnava

Mechelen 0 - 1 Oostende

Athugasemdir
banner
banner
banner