Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. september 2022 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar svaraði Leiknismanni út af Birgi: Rólegur
Birgir fagnar marki sínu.
Birgir fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði sigurmarkið er Leiknir vann glæstan 1-0 sigur gegn Valsmönnum í Bestu deildinni í gær.

Birgir hefur verið á láni hjá Leikni frá KA undanfarin ár, en hann gerði KA-mönnum stóran greiða með sigurmarki sínu í gær. Núna er KA í fínum málum er varðar Evrópusæti.

Einn stuðningsmaður Leiknis kallaði eftir því í gær að Birgir yrði sóttur alfarið yfir í Breiðholtið þegar þessu tímabili er lokið, en það ríkir ánægja með hann hjá félaginu.

„Það er eitthvað svo galið við að Biggi Bald sé lánsmaður í Breiðholtinu. Frá fyrsta degi sýnt hjarta á við uppalinn og er svo sannarlega að skína svo um munar í sumar á þriðja lánssamningnum sínum frá KA. Fyrsta forgangsatriði í haust er að fá hann endanlega yfir," skrifaði Snorri Valsson, stuðningsmaður Leiknis, á Twitter í gær.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, svaraði honum með því að segja einfaldlega: „Rólegur."

Það er spurning hvað verður eftir tímabil en Birgir er allavega með samning við KA út næstu leiktíð.


Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner