Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carvajal dreymir um að skrifa undir nýjan samning
Mynd: Getty Images

Samningur Dani Carvajal rennur út eftir tímabilið hjá Real Madrid en þessi 32 ára gamli bakvörður dreymir um að vera lengur í herbúðum spænska liðsins.


„Ef allir aðilar ná saman þá vil ég framlengja ferilinn minn hjá Real Madrid, ég hef alltaf viljað það og vil það núna. Ég myndi ekki vilja spila fyrir annað félag í Evrópu af virðingu við Madrid," sagði Carvajal.

Real Madrid er með átta stig eftir fjórar umferðir í LaLIga og situr í 2. sæti á eftir Barcelona. Carvajal tjáði sig einnig um Ballon d'Or tilnefninguna.

„Við höfum spilað fjóra leiki, þetta er langhlaup og það verður spilað þéttar, leikirnir taka á og við munum örugglega tapa stigum. Það er mikið afrek að vera tilnefndur til Ballon d'Or verðlaunanna, ég hef átt frábært ár. Ég mun njóta athafnarinnar og vonandi heyra nafnið mitt," sagði Carvajal.


Athugasemdir
banner
banner