Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 12. október 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
U21: Naumt tap gegn einu sterkasta liði heims
Íslenska liðið spilaði frábærlega gegn Portúgölum
Íslenska liðið spilaði frábærlega gegn Portúgölum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 0 - 1 Portúgal U21
0-1 Fabio Vieira ('56 )
Lestu um leikinn

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir Portúgal, 1-0, á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Markverðirnir stálu senunni í fyrri hálfleik. Jökull Andrésson varði frábærlega frá Goncalo Ramos á 9. mínútu áður en Celton Biai varði hinum megin frá BJarka Steini Bjarkasyni.

Biaihélt áfram að verja. Sævar Atli fékk tvö góð færi en Biaivar vel á verði. Kristall Máni Ingason átti þá gott skot sem Biai náði að verja með löppunum.

Tveimur mínútum síðar var það Jökull sem fékk að sýna sig er hann gerði sig breiðan gegn Fabio Silva og fékk boltann í bringuna.

Markalaust í hálfleik og eiginlega ótrúlegt að Ísland hafi ekki verið að leiða.

Portúgal tók forystuna á 56. mínútu. Fabio Vieira gerði markið eftir að Finnur Tómas Pálmason ætlaði koma boltanum úr vörninni en í stað þess fór hann af Ramos og á Vieira sem skoraði.

Íslenska liðið kom boltanum í netið í uppbótartíma en Valgeir Lunddal Friðriksson var dæmdur brotlegur inn í teig og því dæmt af.

Lokatölur 1-0 fyrir Portúgal. Ísland er í fjórða sæti með 4 stig eftir fyrstu þrjá leikina en Portúgal er á toppnum með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner