Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   lau 12. október 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Son feðgunum refsað fyrir óviðeigandi meðferð á börnum
Mynd: Getty Images
Woong-jung Son, faðir Heung-min Son leikmanns Tottenham og suður-kóreiska landsliðsins, hefur verið dæmdur til að greiða sekt vegna óviðeigandi meðferðar á börnum í Son fótboltaskólanum í Suður-Kóreu.

Heung-yun Son, bróðir Heung-min og sonur Woong-jung, er þjálfari í skólanum og þarf einnig að greiða sekt ásamt einum öðrum þjálfara. Sektirnar hljóða upp á rétt rúmlega 300 þúsund íslenskar krónur á mann og þurfa mennirnir þrír að mæta í 40 klukkustundir af fræðslunámskeiðum um slæma meðferð á börnum.

Son feðgarnir voru sakaðir um andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn meira en einum leikmanni en neituðu fyrir flestar sakir. Þeir sögðust jafnframt hafa tekið allar ákvarðanir með velferð nemenda sinna að leiðarljósi.

Feðgarnir geta áfrýjað í málinu og krafist réttarhalda en talið er ólíklegt að þeir geri það í ljósi þess hversu mild refsingin er.

   04.07.2024 06:00
Faðir Son yfirheyrður vegna ásakana um ofbeldi gegn barni

Athugasemdir
banner
banner