Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gomez bað Southgate um að refsa ekki Sterling
Gomez og félagar í Liverpool eru komnir með góða forystu á Englandsmeistara Manchester City.
Gomez og félagar í Liverpool eru komnir með góða forystu á Englandsmeistara Manchester City.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um rifrildi Raheem Sterling og Joe Gomez að undanförnu. Þeir rifust eftir 3-1 sigur Liverpool gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Gomez var í sigurliðinu og Sterling í tapliðinu, og voru þeir áfram ósáttir er þeir hittust í matsal enska landsliðsins á fyrsta degi landsleikjahlés.

Gomez er sagður hafa hlegið að Sterling, sem missti stjórnar á skapi sínu og tók landsliðsfélaga sinn hálstaki.

Jordan Henderson kom sáttum á milli leikmannanna en Gareth Southgate landsliðsþjálfari fékk veður af þessu og ákvað að taka Sterling úr leikmannahópnum fyrir næsta leik gegn Svartfjallalandi.

Rob Dorsett, fréttamaður Sky Sports, heldur því fram að Gomez hafi sérstaklega beðið Southgate um að refsa Sterling ekki með þessum hætti, en landsliðsþjálfarinn stóð fastur á sínu.

Mirror greinir frá því að leikmenn landsliðsins séu ekki sérlega sáttir með hvernig málið var meðhöndlað. Þeir vildu sjá taka á málinu strax innandyra, án frekari afleiðinga eða frétta.

Sjá einnig:
Sterling
pirraðist þegar Gomez hló - Tók hann hálstaki

Neville sammála í Sterling málinu - Ferdinand ósammála
Southgate tjáir sig um Sterling
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner