Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 07:00
Aksentije Milisic
Neville segir stuðningsmönnum Arsenal að sýna Emery þolinmæði
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky Sports, hefur sagt stuðningsmönnum Arsenal að sýna Unai Emery, stjóra liðsins, þolinmæði. Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar, átta stigum frá meistaradeildarsæti.

„Stuðningsmenn Arsenal eru mjög óþolinmóðir þessa stundina. Ég held að það var enginn hissa á því að Leicester vann Arsenal um helgina," sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum.

„Þeir eru það sem þeir eru. Þeir gera mann pirraðan. Emery er undir mikilli pressu en ég veit að hann er frábær stjóri og það var aldrei að fara vera auðvelt að taka við liðinu af Arsene Wenger."

„Frábærir stjórar munu koma til liðsins og lenda í vandræðum. Við höfum séð þetta hjá Man Utd eftir að Ferguson hætti. Þetta mun taka tíma og fólk hjá Arsenal verður að sýna þolinmæði. Man Utd og Arsenal eru risa stórir klúbbar og þeir munu koma til baka," sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner