Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Hákonar: Leikmaður sem ég elska að horfa á
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson hefur komið af gífurlegum krafti til baka úr meiðslum en hann er núna búinn að skora í tveimur leikjum í röð. Hann skoraði sigurmarkið gegn Sturm Graz í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Hákon er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem er búinn að finna taktinn í Frakklandi. Stuðningsmenn Lille eru mjög hrifnir af honum og eru einhverjir þeirra á samfélagsmiðlum að líkja honum við Eden Hazard, fyrrum leikmann liðsins.

Thomas Meunier, bakvörður Lille, hrósaði Hákoni í hástert eftir leikinn í gær.

„Hákon er ótrúlega gáfaður leikmaður," sagði Meunier eftir leikinn. Hann er fyrrum leikmaður Dortmund og Paris Saint-Germain og á hann mikinn fjölda landsleikja fyrir Belgíu.

„Ég kann mjög vel við hann því hann nær að hafa mikil áhrif með því að spila einfalt. Hann er leikmaður sem ég elska að horfa á spila, það er mikil fágun í hans leik."

„Hann kemur mér ekkert á óvart. Maður sér þetta á æfingum og í leikjum."

Hákon missti af síðustu landsleikjum en verður vonandi í góðum gír gegn Kosóvó í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner