Lögreglurannsókn gegn Kylian Mbappe í Svíþjóð hefur verið látin falla niður þar sem ekki liggja fyrir næg sönnunargögn til að halda rannsókn áfram.
Mbappe var ekki hluti af franska landsliðinu í október síðastliðnum vegna meiðsla en hann ákvað því að skella sér til Stokkhólms ásamt vinum sínum. Fór hann út á lífið með þeim á meðan franska landsliðið spilaði.
Mbappe var nokkrum dögum síðar sakaður um nauðgun sem átti sér stað á hótelinu sem hann gisti á í Stokkhólmi.
Lögreglan í Stokkhólmi hóf í kjölfarið rannsókn á Mbappe en henni hefur núna verið hætt.
Mbappe hefur ávallt neitað sök í málinu.
Athugasemdir