Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 13. janúar 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
AC Milan og Arsenal berjast um Boateng
AC Milan ætlar að berjast við Arsenal um Jerome Boateng varnarmann Bayern Munchen.

AC Milan er nálægt því að fá danska varnarmanninn Simon Kjær í sínar raðir frá Sevilla en félagið vill fá annan varnarmann að auki.

Arsenal hefur líka áhuga á Boateng og hefur þegar spurst fyrir um möguleika á að kaupa leikmanninn eða fá hann á láni.

Boateng getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður en þessi 31 árs gamli leikmaður vill fara frá Bayern.

Bayern ku vera tilbúið að selja hann á 12,8 milljónir punda í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner