Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 13. janúar 2020 22:30
Elvar Geir Magnússon
Middlesbrough án lykilmanns gegn Tottenham
Tottenham mætir Middlesbrough í FA-bikarnum annað kvöld. Liðin gerðu jafntefli nýlega og þurfa því að mætast aftur.

Jonathan Woodgate, stjóri Middlesbrough, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Britt Assombalonga gæti ekki tekið þátt í leiknum.

Þessi 27 ára sóknarmaður hefur verið orðaður við Aston Villa en hann er algjör lykilmaður hjá Middlesbrough.

„Hann reyndi að æfa í gær. Hann gaf allt í þetta en það gekk ekki. Hann haltraði aðeins. Þetta er leiðinlegt fyrir Britt og fyrir okkur en við þurfum að vera skynsamir," segir Woodgate.

Middlesbrough er í sextánda sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir