Scott Parker, stjóri Fulham, var ánægður með sína stráka sem sóttu stig gegn Tottenham á útivelli í kvöld.
Liðið spilaði sérstaklega vel í síðari hálfleik og tókst að jafna leikinn með skallamarki frá Ivan Cavaleiro.
„Við byrjuðum leikinn mjög vel að mínu mati. Við stjórnuðum hins vegar leiknum í þeim síðari. Við áttum jöfnunarmarkið skilið og gátum alveg unnið leikinn," sagði Parker.
„Ég er mjög stoltur af þessu liði og því sem við höfum farið í gegnum. Ég veit hvað við höfum þurft að þola síðustu tvær vikur. Það voru leikmenn á vellinum í dag sem náðu aðeins einni æfingu fyrir þennan leik."
„Það sem gladdi mig mest var að við sýndum mikinn vilja og mikla ástríðu. Við höfðum líka gæðin sem þurfti."
Leikurinn í kvöld var fimmta jafntefli Fulham í röð.
Athugasemdir