Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2023 13:06
Elvar Geir Magnússon
Mendy fundinn saklaus af sex ákærum um nauðgun
Benjamin Mendy með einn rjúkandi við dómshúsið.
Benjamin Mendy með einn rjúkandi við dómshúsið.
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefur verið sýknaður af sex ákærum um nauðgun og einni ákæru um kynferðislegt ofbeldi. Kviðdómur gat ekki komist að niðurstöðu um eina ákæru um nauðgun og eina ákæru um tilraun til nauðgunar.

Réttarhöld stóðu yfir í hálft ár en Mendy og vinur hans Louis Saha Matturie voru sakaðir um ýmis kynferðisbrot gegn ungum konum.

Ekki var hægt að komast að niðurstöðu um meinta tilraun Mendy til nauðgunar árið 2018 og meinta nauðgun á annarri konu í október 2020.

Matturie var fundinn saklaus af þremur ákærum um nauðgun og kviðdómur gat ekki komist að niðurstöðu um sex ákærur á hendur honum.

Mendy huldi andlit sitt með báðum höndum þegar niðurstaðan var lesin upp

Mendy er 28 ára hefur spilað 75 leiki fyrir Manchester City og 10 fyrir franska landsliðið. Hann hefur ekki spilað fyrir City síðan í ágúst 2021 en var sendur í leyfi um leið og málið kom upp. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Athugasemdir
banner
banner