Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Weghorst búinn að standast læknisskoðun - Elanga til Everton?
Powerade
Weghorst fagnar marki með Burnley.
Weghorst fagnar marki með Burnley.
Mynd: Getty Images
Arsenal er aftur farið að reyna við Vlahovic.
Arsenal er aftur farið að reyna við Vlahovic.
Mynd: EPA
Everton vill Elanga.
Everton vill Elanga.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan föstudag! Weghorst, Messi, Vlahovic, Trossard, Caicedo, Cancelo, Sarabia, Elanga, Danjuma og fleiri eru um borð í Powerade slúðurlestinni í dag.

Samningur Manchester United varðandi Wout Weghorst (30) er ekki með klásúlu um möguleg kaup. Hann kemur á láni frá Burnley til sumars, hann hefur þegar staðist læknisskoðun og pappírar verið undirritaðir. (Fabrizio Romano)

Besiktas hefur áhuga á að fá mexíkóska sóknarmanninn Raul Jimenez (31) frá Wolves til að fylla skarð Weghorst sem var hjá þeim á láni. (Fotospor)

Al-Hilal í Sádi Arabíu, keppinautar Al-Nassr nýja félags Cristiano Ronaldo, reynir að fá Lionel Messi (35) frá Paris St-Germain og er tilbúið að borga honum risaupphæðir. (Mundo Deportivo)

Arsenal er aftur farið að reyna við serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (22) sem er metinn á um 100 milljónir punda af Juventus. (La Repubblica)

Arsenal hefur gert nýtt tilboð í úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (22) hjá Shaktar Donetsk en samkomulag færist nær. (Fabrizio Romano)

Joe Cole fyrrum leikmaður Chelsea hvetur stuðningsmenn félagsins til að standa með Graham Potter. Cole segir að fólk þurfi að sýna þeim breytingum sem hafa orðið hjá Chelsea skilning og gefa Potter meiri tíma. (Mail)

Chelsea íhugar að gera tilboð í ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (21) hjá Brighton eftir misheppnaðar tilraunir til að fá Enzo Fernandez (21) frá Benfica. (Guardian)

Tottenham hefur áhuga á að fá belgíska vængmanninn Leandro Trossard (28) frá Brighton. (Evening Standard)

Spænsk, frönsk, þýsk og ítölsk félög eru að fylgjast með stöðu mála hjá portúgalska bakverðinum Joao Cancelo (28) eftir að hann missti fast sæti sitt hjá Manchester City. (Telegraph)

Úlfarnir hafa fengið samþykkt tilboð í spænska miðjumanninn Pablo Sarabia (30) hjá Paris St-Germain. (AS)

Southampton ætlar að fá bakvörð í þessum glugga og gæti reynt við James Bree (25) hjá Luton Town. (Athletic)

Samkomulag Leeds United við Hoffenheim um franska sóknarmanninn Georginio Rutter (20) verður uppá um 35 milljónir punda. Hann verður dýrasti leikmaður í sögu Leeds. (Sky Sports)

Nottingham Forest er að ganga frá 16 milljóna punda kaupum á brasilíska miðjumanninum Danilo (21) frá Palmeiras. (Telegraph)

Everton hyggst fá inn tvo framherja í þessum mánuði. (Football Insider)

Anthony Elanga (20), vængmaður Manchester United og sænska landsliðsins, er einn af þeim leikmönnum sem Everton vill fá. Félagið vill fá hann fyrst á lánssamningi. (Mail)

Úlfarnir hafa virkjað 44,4 milljóna punda klásúlu til að kaupa Matheus Cunha (23) alfarið frá Atletico Madrid. Brasilíski framherjinn er hjá félaginu á lánssamningi. (Fabrizio Romano)

Brentford hefur gert tilboð í bandaríska framherjann Haji Wright (24) hjá Antalyaspor. (Tom Bogert)

Bournemoth er bjartsýnt á að fá Arnaut Danjuma (25) aftur frá Villarreal en Everton hefur einnig áhuga á hollenska miðjumanninum. (Athletic)

Þýski sóknarmaðurinn Youssoufa Moukoko (18?) hefur verið orðaður við Newcastle United en er nú nálægt því að framlengja við Borussia Dortmund eftir að viðræður komust á skrið. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner