Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea tilbúið að selja Renato Veiga
Mynd: Chelsea

Renato Veiga gekk til liðs við Chelsea frá Basel í sumar en félagið er tilbúið að selja hann í janúar.


Chelsea borgaði um 14 milljónir evra og hann skrifaði undir sjö ára samning.

Veiga er 21 árs gamall fjölhæfur varnarmaður en Chelsea vill fá 20 milljónir evra fyrir hann.

Patrick Berger hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Dortmund sé að nálgast samkomulag við Chelsea en enska félagið vill selja hann eða senda hann á lán með kaupmöguleika í sumar.

Veiga hefur komið við sögu í 18 leikjum í öllum keppnum fyrir Chelsea og skorað tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner