Dalvík/Reynir hefur sótt þrjá unga leikmenn frá Akureyri. Hjörtur Freyr Ævarsson, Sindri Sigurðarson og Bjarmi Már Eiríksson skrifuðu allir undir tveggja ára samning við félgaið.
Hjörtur og Sindri koma frá KA og Bjarmi frá Þór en þeir eru allir fæddir árið 2005.
Þeir hafa allir spilað með liðinu í vetur. Hjörtur er hægri bakvörður og kantmaður, Sindri miðjumaður og vængmaður og Bjarmi vinstri bakvörður og kantmaður.
Hjörtur á leiki með Hömrunum, Sindri hefur einnig leikið með Hömrunum og einnig KF og þá á hann tvo leiki að baki í Mjólkurbikarnum með KA.
Bjarmi lék með samherjum sumarið 2022 og þá hefur hann einnig leikið með Tindastól.
Athugasemdir