Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Gott að Jota sé núna klár í að spila 90 mínútur“
Diogo Jota, leikmaður Liverpool.
Diogo Jota, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Nottingham Forest og Liverpool eigast við í óvæntum toppslag í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Arne Slot fór yfir stöðuna á leikmannahópi Liverpool á fréttamannafundi í morgun.

Hann tjáði sig meðal annars um portúgalska sóknarleikmanninn Diogo Jota sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma í bikarleiknum gegn Accrington Stanley.

„Þið hafið séð hvernig við höfum byggt upp mínútufjöldann. Nú er hann klár í að spila 90 mínútur. Það er gott að hafa hann til taks, vonandi helst hann svona. Hann er vinnusamur og reynir að verða betri leikmaður á hverjum degi," segir Slot.

Japanski miðjumaðurinn Wataru Endo lék út úr stöðu gegn Accrington en hann var látinn spila sem miðvörður.

„Hann er leikmaður sem gerir alltaf sitt besta sama hvaða stöðu hann er látinn spila. Það þurfti ekkert að ræða neitt við hann. Hann er mikilvægur hlekkur í hópnum."

Slot sagði á fundinum að það væri enn nokkuð langt í Joe Gomez, hann væri ekki að fara að æfa með liðinu á næstunni. Þá verður Darwin Nunez ekki með á morgun vegna leikbanns.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner