Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
James Rodríguez kominn til Mexíkó (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Kólumbíski sóknartengiliðurinn James Rodríguez er búinn að skrifa undir samning við mexíkóska stórliðið Club León.

James fékk samningi sínum hjá Rayo Vallecano rift til að skipta yfir í mexíkóska boltann.

James gerði magnað mót á Copa América með kólumbíska landsliðinu síðasta sumar og fékk eins árs samning hjá Rayo Vallecano í spænska boltanum.

Þegar komið var til Spánar þótti James ekki nægilega góður og kom hann aðeins við sögu í sjö leikjum hjá Rayo. Hann fékk því að rifta samningi sínum þegar hann heyrði af áhuga frá Mexíkó.

   06.01.2025 16:30
Samningi James Rodriguez rift (Staðfest)


James er 33 ára gamall og hefur meðal annars spilað fyrir Porto, Everton, Real Madrid og FC Bayern á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk þess að hafa komið með beinum hætti að 64 mörkum í 112 landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner