Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire: Sýnir að við þurfum að vera með VAR
Gapandi hissa.
Gapandi hissa.
Mynd: EPA
Ekki var notast við VAR myndbandsdómgæsluna í leikjum helgarinnar í enska bikarnum. Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, segir að það hafi sýnt sig að VAR sé nauðsynlegt í nútímafótbolta.

Maguire var gapandi hissa þegar Andrew Madley dómari dæmdi víti í leiknum gegn Arsenal. Þá var staðan 1-1 og United manni færri eftir rautt spjald Diogo Dalot.

Kai Havertz féll til jarðar og Madley taldi Maguire hafa brotið á honum. Altay Bayindir varði svo vítaspyrnu Martin Ödegaard og má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt. United kom leiknum í vítakeppni og tryggði sér þar sigurinn.

„Þegar hann dæmdi vítið hugsaði ég fyrst að þetta yrði allt í lagi, VAR myndi snúa þessu við. Svo mundi ég það væri ekki VAR. Dómarinn hefur séð þetta aftur og veit væntanlega að þetta var röng ákvörðun. Þess vegna erum við með VAR í stórum atvikum, það þarf að leiðrétta svona mistök og dómarastarfið er erfitt ef þeir fá ekki aðstoð," segir Maguire.
Athugasemdir
banner
banner
banner