Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. febrúar 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Íslendingavaktin 
Ögmundur orðaður við AEK í Aþenu
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er orðaður við AEK í Aþenu í grískum fjölmiðlum. Íslendingavaktin greinir frá.

Ögmundur er lykilmaður við AE Larissa og undir lok desember var greint frá því að hann hefði komist að samkomulagi um nýjan samning. Ekkert hefur þó verið undirritað enn samkvæmt fjölmiðlum í Grikklandi.

Samkvæmt Sportime gæti leið hans legið til AEK í Aþenu, en ekkert verður hins vegar úr þeim félagaskiptum ef markvörðurinn Vasilios Barkas verður áfram í röðum liðsins á næstu leiktíð.

AEK er sem stendur í þriðja sæti grísku úrvalsdeildarinnar þegar leiknar hafa verið 23 umferðir. Félagið er eitt af þeim þremur sigursælustu í Grikklandi og það gríska félag sem hefur náð bestum árangri í Evrópukeppnum.

Frammistaða Ögmundar með Larissa, sem er í 10. sæti af 14 liðum í grísku úrvalsdeildinni, hefur vakið athygli og reglulega koma fréttir af áhuga annarra félaga.
Athugasemdir
banner
banner