Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörk Blika gegn Leikni: Skoraði beint úr horni
Davíð skoraði beint úr hornspynu.
Davíð skoraði beint úr hornspynu.
Mynd: Hulda Margrét
Breiðablik hafði betur gegn Leikni þegar liðin áttust við á fyrsta leikdegi Lengjubikarsins í gærkvöldi.

Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Breiðablik og voru það þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen sem sáu um mörkin. Blikar bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Það fyrra skoraði Davíð Ingvarsson á 64. mínútu og Viktor Karl Einarsson rak síðan síðasta naglann í kistu Leiknis.

Bæði þessi lið leika í Pepsi Max-deildinni í sumar. Leiknir vann sér þáttökurétt í deildinni með því að lenda í öðru sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

Leikurinn í gær var sýndur beint á Blikar TV en mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Þriðja markið hjá Kópavogsliðinu kom beint úr hornspyrnu.


Athugasemdir
banner
banner
banner