Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho og Icardi skiptast á skotum fyrir titilslaginn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Galatasaray og Fenerbahce eigast við í titilslag tyrkneska boltans eftir tvær vikur og er fólk í landinu þegar orðið gríðarlega spennt fyrir þessum risaslag.

José Mourinho þjálfar Fenerbahce og hefur verið mikið í fjölmiðlum í vetur þar sem hann hefur gagnrýnt dómgæsluna í tyrkneska boltanum harkalega. Hann hefur ýjað að því að dómarasambandið í landinu sé spillt og kallað eftir breytingum.

Áhagendur Galatasaray líta á þessi stöðugu ummæli Mourinho sem lítið annað en væl og er argentínski framherjinn Mauro Icardi sömu skoðunar ef marka má færslur frá honum á Instagram.

Mourinho er duglegur að kvarta undan dómgæslunni í leikjum Galatasaray og hefur notað samfélagsmiðla til að gera það. Í eitt af þeim skiptum ákvað Icardi að svara portúgalska þjálfaranum með því að birta myndir í Instagram Story.

Ein myndanna er tölvugerð og gerir grín að vælinu í Mourinho, þar sem grátandi andlit hans er sett framan á bókakápu sem ber titilinn: 'The Crying One', eða 'Sá grátandi'. Þarna er verið að gera grín að 'The Special One' viðurnefni Mourinho.

Mourinho var spurður út í þessa myndbirtingu frá Icardi á fréttamannafundi fyrir leik Fenerbahce gegn Anderlecht í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram í kvöld. Portúgalinn svaraði með miklum kaldhæðnistón.

„Icardi er geit og ég neita að tjá mig um það sem geitur segja," sagði Mourinho meðal annars á fréttamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner