Lucas Paqueta, leikmaður West Ham og brasilíska landsliðsins, er sagður hafa lýst gulu spjaldi sem hann fékk í leik gegn Aston Villa sem „afmælisgjöf" fyrir bróður sinn.
Þetta kemur fram í skýrslu í heimalandi hans í Brasilíu en fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið.
Þetta kemur fram í skýrslu í heimalandi hans í Brasilíu en fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið.
Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.
Þessi 27 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn síðan síðasta sumar. Möguleiki er á að hann spili fótbolta aldrei aftur ef hann verður dæmdur sekur.
Í málsgögnum í Brasilíu er fjallað um að Paqueta hafi lofað bróður sínum, Matehus, að fá gult spjald sem „afmælisgjöf". Hann hafi svo gert það í leik gegn Aston Villa. Það gerðist sama dag og Matheus á afmæli.
Í næsta mánuði verður málið tekið fyrir hjá enska fótboltasambandinu.
Athugasemdir