![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Björn Bogi Guðnason mun á laugardag líklega spila sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki síðan 2021. Sá leikur var í Fótbolti.net mótinu gegn Gróttu. Hann er 21 árs og á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðin.
Björn Bogi er framherji sem uppalinn er hjá Reyni/Víði og Keflavík og lék síðast á Íslandi tímabilið 2020. Hann hélt í kjölfarið til Hollands og samdi við Heerenveen. Hann sneri svo aftur til Íslands en sneri ekki aftur í fótboltann fyrr en í vetur þegar hann samdi við Keflavík.
Hann hefur æft með Keflavík í vetur og fékk félagaskipti frá Hollandi á dögunum.
Björn Bogi er framherji sem uppalinn er hjá Reyni/Víði og Keflavík og lék síðast á Íslandi tímabilið 2020. Hann hélt í kjölfarið til Hollands og samdi við Heerenveen. Hann sneri svo aftur til Íslands en sneri ekki aftur í fótboltann fyrr en í vetur þegar hann samdi við Keflavík.
Hann hefur æft með Keflavík í vetur og fékk félagaskipti frá Hollandi á dögunum.
Keflavík hefur fengið félagaskipti fyrir leikmenn sem eru að koma erlendis frá; Stefan Ljubicic er kominn frá Svíþjóð og þeir Muhamed Alghoul og Marin Brigic eru komnir frá Króatíu.
Keflavík tekur á móti ÍBV klukkan 14:00 á laugardag.
Athugasemdir