Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 21. nóvember 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Bogi spilar á Íslandi næsta sumar
Lengjudeildin
Í leik með Keflavík sumarið 2020.
Í leik með Keflavík sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum unglingalandsliðsmaðurinn, Björn Bogi Guðnason, er kominn heim frá Hollandi og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann búinn að semja við Keflavík.

Björn Bogi er tvítugur sóknarmaður sem fór til Heerenveen í Hollandi sumarið 2021 en fór samkvæmt Transfermarkt frá félaginu í mars 2023. Hann hefur verið á Íslandi síðustu misseri en ekkert spilað.

Hann er uppalinn hjá Keflavík og var á láni hjá Víði seinni hluta tímabilsins 2020. Hann skoraði þrjú mörk í sjö leikjum með Víði eftir að hafa spilað fjóra leiki með Keflavík fyrri hluta tímabilsins.

Björn Bogi er fæddur árið 2003 og á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðin; tvo leiki með U15 landsliðinu og einn með U19 haustið 2021.
Athugasemdir
banner