Fyrrum unglingalandsliðsmaðurinn, Björn Bogi Guðnason, er kominn heim frá Hollandi og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann búinn að semja við Keflavík.
Björn Bogi er tvítugur sóknarmaður sem fór til Heerenveen í Hollandi sumarið 2021 en fór samkvæmt Transfermarkt frá félaginu í mars 2023. Hann hefur verið á Íslandi síðustu misseri en ekkert spilað.
Björn Bogi er tvítugur sóknarmaður sem fór til Heerenveen í Hollandi sumarið 2021 en fór samkvæmt Transfermarkt frá félaginu í mars 2023. Hann hefur verið á Íslandi síðustu misseri en ekkert spilað.
Hann er uppalinn hjá Keflavík og var á láni hjá Víði seinni hluta tímabilsins 2020. Hann skoraði þrjú mörk í sjö leikjum með Víði eftir að hafa spilað fjóra leiki með Keflavík fyrri hluta tímabilsins.
Björn Bogi er fæddur árið 2003 og á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðin; tvo leiki með U15 landsliðinu og einn með U19 haustið 2021.
Athugasemdir