„Við spiluðum fast en ekki gróft," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-2 tap gegn KR í kvöld. Þetta var fyrsta tap Leiknis í deildabikarnum.
Leiknismenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir tæplega hálftíma þegar Halldór Kristinn Halldórsson var sendur í bað.
Leiknismenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir tæplega hálftíma þegar Halldór Kristinn Halldórsson var sendur í bað.
„Yfirleitt er mikil barátta í okkar liði. Við höfum einstaka liðsheild og gott skipulag. Þetta var bara helvíti gaman. Við ákváðum að æfa okkur í þeim þætti að vera manni færri á móti stórveldi og athuga hvaða búr við gætum hrist."
Tíu gegn ellefu komst Leiknisliðið yfir en í lokin skoraði KR tvívegis og tryggði sér sigurinn.
„Við tókum lélegar ákvarðanir síðustu tíu mínúturnar og þær kostuðu tvö mörk. KR er með helvíti gott og auðvitað refsa þeir. Strákarnir höfðu gaman að þessu leikriti sem var spilað í kvöld."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























