Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 13. mars 2015 22:18
Elvar Geir Magnússon
Freyr: Æfing í að vera manni færri gegn stórveldi
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum fast en ekki gróft," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-2 tap gegn KR í kvöld. Þetta var fyrsta tap Leiknis í deildabikarnum.

Leiknismenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir tæplega hálftíma þegar Halldór Kristinn Halldórsson var sendur í bað.

„Yfirleitt er mikil barátta í okkar liði. Við höfum einstaka liðsheild og gott skipulag. Þetta var bara helvíti gaman. Við ákváðum að æfa okkur í þeim þætti að vera manni færri á móti stórveldi og athuga hvaða búr við gætum hrist."

Tíu gegn ellefu komst Leiknisliðið yfir en í lokin skoraði KR tvívegis og tryggði sér sigurinn.

„Við tókum lélegar ákvarðanir síðustu tíu mínúturnar og þær kostuðu tvö mörk. KR er með helvíti gott og auðvitað refsa þeir. Strákarnir höfðu gaman að þessu leikriti sem var spilað í kvöld."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner