Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. mars 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele kostar 50 milljónir í sumar
Mynd: EPA

Franski kantmaðurinn Ousmane Dembele rennur út á samningi hjá Barcelona í júní 2024.


Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu undir stjórn Xavi og er eftirsóttur af félögum úr ensku úrvalsdeildinni. Börsungar hafa miklar mætur á leikmanninum og vilja halda honum innan sinna raða.

Dembele er 25 ára kantmaður sem hefur komið beint að 15 mörkum í 28 leikjum það sem af er tímabils. Frá komu sinni til Barca sumarið 2017 hefur Dembele spilað 178 keppnisleiki og komið að 81 marki.

Hann varð heimsmeistari með Frakklandi 2018 auk þess að hafa unnið spænsku deildina og bikarinn með Barca og þýska bikarinn með Borussia Dortmund.

Óljóst er hvort Dembele ætli að skrifa undir nýjan samning við Barcelona þar sem PSG, Chelsea og Newcastle eru meðal félaga sem vilja tryggja sér þjónustu hans.

Leikmanninum líður vel á Spáni en gott samningstilboð gæti freistað hans.

Fabrizio Romano greinir frá því að í samningi Dembele sé riftunarákvæði sem tekur gildi í sumar. Þá verður Dembele falur fyrir 50 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner