Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. mars 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ricardo Carvalho og Anthony Barry ráðnir til Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Roberto Martinez, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, var ráðinn til portúgalska landsliðsins eftir HM í Katar og er hann búinn að mynda spennandi þjálfarateymi.


Hann er búinn að fá tvo fyrrum landsliðsmenn Portúgal til liðs við sig, markvörðinn Ricardo Pereira og varnarmanninn Ricardo Carvalho sem lék fyrir Chelsea á sínum tíma. Carvalho lék 89 leiki með portúgalska A-landsliðinu og var í sigurliðinu á EM 2016.

Carvalho mun vera aðstoðarþjálfari Martinez á meðan Pereira verður markmannsþjálfari. Það er landsleikjahlé í næstu viku og mun Martinez tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Portúgal á föstudaginn, fyrir leikina gegn Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM 2024.

Carvalho er 44 ára gamall og starfaði sem aðstoðarþjálfari Andre Villas-Boas hjá Marseille frá 2019 til 2021.

Þá er Anthony Barry einnig genginn til liðs við portúgalska landsliðið eftir að hafa starfað undir stjórn Martinez með belgíska landsliðinu. 

Barry er meðal aðstoðarþjálfara hjá Chelsea, þar sem hann hefur starfað undir stjórn Frank Lampard, Thomas Tuchel og Graham Potter, og hafði áður starfað í þjálfarateymi írska landsliðsins.

Barry mun halda starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Chelsea og starfa með portúgalska landsliðinu samhliða því. Hann fær því ekki lengur frí í landsleikjahléum.


Athugasemdir
banner
banner